Gleði(ganga] í skugga bakslags

Posted: ágúst 6, 2022 in Umræða

Rétt þegar þróunin virtist á réttri leið, fordómar og fáfræði gagnvart fólk sem fellur ekki að stöðluðum hugmyndum var á stöðugu undanhaldi – þá kemur bakslag.

Mér er algjörlega hulið hvers vegna þetta gerist.

Hvernig fáfræðin og mannfyrirlitningin sem virðist hafa kraumað undir í hugarfylgsnum einhverra einfeldninga sem geta ekki mögulega skilið að þeirra eigin heimsmynd er einfaldlega bara þeirra eigin heimsmynd… heldur er einhver óskiljanleg þörf fyrir að troða henni upp á alla aðra. Með valdi ef annað dugar ekki.

Hvað með “ég skil ekki, en þetta breytir engu fyrir mig og mér kemur þetta ekkert við”?

Það er eins og hugmyndafræði fólks sem temur sér fáfræði og afskipti af högum annarra hafi fengið byr undir vængi í einhverri hallærislegri liðsskipan, fólk sem getur ekki haft sjálfstæða skoðun virðist hafa þörf fyrir að tilheyra einhverju liði og vera með liðinu “sínu” í einu og öllu.

Það er auðvitað ákveðin einföldun að kenna fyrrverandi forseta vestanhafs einum um en stuðningsmenn hans hafa klárlega verið áberandi og kynnt undir hatur og fáfræði.

Það eru auðvitað engin einföld svör en ég hallast að því að skársta leiðin sé að vera sýnileg og halda áfram að upplýsa og fræða.

Lokað er á athugasemdir.