Það berast jákvæðar fréttir orðið reglulega úr stjórnmálunum vestanhafs, Bannon (vonandi) á leiðinni í fangelsi, skítseiðið Alex Jones að greiða háar skaðabætur [allt of lágar, en það var smá huggun að sjá gerpið svitna og tafsa þegar upp komst um lygarnar], Trump sætir rannsókn FBI (sem hann taldi eitt og sér nægja á sínum tíma þegar aðrir áttu í hlut) og mögulega gripinn glóðvolgur með trúnaðarskjöl heima hjá sér (sem hann fordæmdi nú fólk ranglega fyrir). Og neitar að svara spurningum fyrir rétti – og ekki hafði hann fögur orð um fólk sem greip til “fimmta” ákvæðisins.. Og svo er möguleg tilraun til kosningavika í Georgíu.
Ég ímynda mér að þetta sé upphafið að algjöru hruni á veldi þessara drullusokka sem hafa valdið ómældu tjóni á lífi hundruða þúsunda (ef ekki milljóna) eftir að hafa tuddast til valda með hallærislegri leiksýningu sem nægilega margir auðtrúa einfeldningar kokgleyptu – allt til þess eins að moka undir rassgatið á sjálfum sér – og koma vinum og stuðningsmönnum í lykilstöður í stofnana- og embættiskerfinu.
Ég er orðinn nægilega gamall og hef fylgst nægilega vel með fréttum gegnum tíðina til að geta mér til um að það sé stutt í hrunið. Um leið og það byrjar að kvarnast úr liðinu þá telur að vera með þeim fyrstu að koma sér út.. Það þarf ekki marga úr forystusveit flokksins til að aðrir taki á sprett með þeim. Þetta er þannig pakk að það hugsar eingöngu um eigin rassgat.
Líkingin um að rotturnar yfirgefi sökkvandi skip á vel við að hluta (þeas. rotturnar) en það er kannski full mikið í lagt að tala um skip, minnir kannski meira á framhlið á skipsmynd þar sem ekkert er á bakvið – svona sviðsetning í ódýrri B mynd.
Ég nenni svo sem ekki að ræða þetta sérstaklega, þetta kemur í ljós (nú eða ekki).