Orðljót barátta eða ekki

Posted: febrúar 16, 2023 in Samfélag

Það er svo sem ekkert leyndarmál að ég er ekki mikill stuðningsmaður stjórnar Eflingar.

Því ber ekki að rugla saman við að ég styðji ekki baráttu láglaunafólks, ég ber bara ekki mikla virðingu fyrir framgöngu eða hegðun forystu félagsins.

Í sjálfu sér getur komið fyrir besta fólk að missa sig í baráttu fyrir því sem það trúir á og hefur helgað sig.. Og ekki ætla ég að vera of viðkvæmur fyrir orðanotkun.

Það sem truflar mig við framgöngu forystumanna félagsins er að þetta virðist nú frekar skipulagt en hitt, rangfærslur, drullumall beint að einstaklingum sem hafa vogað sér að hafa sjálfstæða skoðun. Það er eins og það fari vel skipulögð samfélagsmiðla herferð reglulega af stað.

Og ekki hjálpar að í mörgum tilfellum virðist þetta vera til að breiða yfir rökleysur, málefnafátækt og rangfærslur.

Lokað er á athugasemdir.