Eymd notuð til að ala á fordómum

Posted: febrúar 20, 2023 in Samfélag

Ég sé að nokkrir vina minna eru að deila færslu með mynd af einhverjum sem er í svefnpoka í strætóskýli og lýsir (eðlilega) áhyggjum af því að þannig sé komið fyrir einhverjum að þurfa að hýrast þarna.

Það sem truflar mig hins vegar er tilvísun í að fólk af öðrum uppruna, uppnefnt í viðkomandi færslu, hafi það gott hér á landi á meðan.

Nú veit ég svo sem ekkert hvaðan sá/sú sem var í strætóskýlinu kemur, hver saga viðkomandi er, hvaða úrræði hafa verið reynd til að aðstoða eða hvað hefur yfirleitt komið til – ég get ekki einu sinni verið viss um að þetta sé ekki sviðsett (þó það sé kannski ekki líklegt).

En ég get verið alveg viss um að það að taka vel á móti flóttafólki er ekki að koma í veg fyrir að allt sé reynt til að aðstoða fólk sem þarf að hjálp að halda, „landa“ okkar eins og sagt er í færslunni.

Lokað er á athugasemdir.