The Gas, The Finger

Posted: október 1, 2013 in Tónlist
Efnisorð:,

Ég fór með Fræbbbla meðlimunum Stebba og Steinþóri til London 1980. Aðal erindið var að reyna að ná eyrum útgefendum með „Nammi“ efnið. Við vorum frekar úti á túni, en náðum þó sambandi við EMI, sem höfðu ekki áhuga.. þeirra tap.

En við fórum á nokkra hljómleika í ferðinni, meðal annars á hljómleika The Gas á Marquee klúbbnum við Wardour Street. Við vorum verulega hrifnir af hljómsveitinni og spjölluðum aðeins við þá eftir hljómleikana. Eitt lagið var sérstaklega eftirminnilegt, The Finger – nægilega eftirminnilegt til að ég hef munað þetta síðan.

Lagið kom út á lítilli plötu seinna en mér tókst ekki að finna hana. Og hvergi hef ég fundið leið til að kaupa lagið á vefnum. En lagið poppaði öðru hverju upp í hausnum. Og ég var að finna þetta á YouTube, svona ef einhver skyldi hafa áhuga.. fínasta lag, smá bergmál af / eða minnir á (ja, þeir kveikja á perunni sem þekkja).

En það er amk. hér.. http://youtu.be/6pxczlu16mI.

Lokað er á athugasemdir.