Framlög til trúarbragða

Posted: október 6, 2013 in Trú, Umræða

Ég heyrði rétt áðan að til stæði að „lagfæra“ greiðslur til trúfélaga vegna þess að þeir liðir hefðu orðið fyrir meiri skerðingu en aðrir liðir á framlögum úr ríkissjóði.

En er þetta rétt?

Einfaldasta leiðin til að skoða þetta er að bera saman greiðslur sem hlutfall af heildar útgjöldum ríkissjóðs. Skoðum aðeins nánar, heildarútgjöld vegna trúmála (rauntölur) voru

  • 0,79% árið 2008
  • 0,81% árið 2011
  • 0,85% árið 2012

Fyrir 2013 er áætlun upp á 0,88%.

Á sama tíma hefur meðlimum ríkisreknu kirkjunnar fækkað verulega. Þannig að ef „lagfæra“ á greiðslur til þessara liða þá liggur beint við að lækka þær.

Það má eflaust reikna þetta á marga vegu.. það má deila um hvort kirkjugarðsgjald eigi heima þarna.

„Út í loftið“ samningurinn um einhverjar kirkjujarðir sem enginn veit á hverju byggir skilar kirkjunni dágóðum summum beint úr ríkissjóði.

Svokölluð sóknargjöld eru greidd beint úr ríkissjóðin en ekki innheimt af meðlimum trúfélaga.

En svo ansi hressilegar upphæðir þarna fyrir utan. „Kirkjumálasjóður“, „kristnisjóður“ og „jöfnunarsjóður sókna“. Sex hundruð milljónir! 600.261.044 krónur af almannafé árið 2012.

PS. eins og alltaf set ég svona tölur fram með fyrirvara um að rétt sé reiknað

Lokað er á athugasemdir.