Ég vil hvetja forsvars- og talsfólk ríkiskirkjunnar að viðbættum fyrrum ráðherra að tjá sig endilega sem mest um kirkjuna og trúmál.
Nú er ekkert leyndarmál að ég er ekki trúaður en mér finnst í góðu lagi að aðrir séu trúaðir og tilheyri hverju því trúfélagi sem það vill – bara á meðan það er ekki verið að "abbast" upp á mig og láta mig borga brúsann.
Ég hef tekið þátt í að tala fyrir breyttu fyrirkomulagi og unnið með ýmsum hópum.
En það virðist ekki þörf á þessu lengur.
Talsfólk ríkiskirkjunnar er að skjóta sig í hvern fótinn á "fætur" öðrum og sjálfsagt að láta þau um verkefnið.
PS. Eiginlega liggur við að ég finni til með þeim fjölmörgu sem eru heiðarlegir í sinni trú.