[úff, hann er búinn að tala stanslaust í þrjú korter, getum við ekki skipt aðeins um umræðuefni, mér fannst miklu skemmtilegra að …]
[usss… nei, nei, finnum eitthvað nýtt, hann hlýtur að þurfa að anda bráðum]
Já, einmitt, eins og ég segi, þú ert góður maður! Skál! En að öðru, við þurfum að finna okkur eitthvert gott mál til að keyra upp fylgi flokksins. Það er ekkert eins öruggt og að spila á smá þjóðernishyggju og sannfæra fólk um að einhverjir útlendingar séu að koma og stela frá þeim. Sjáiði Trump. Sjáiði Brexit. Þetta er skothelt.
Já, en við höfum nú kannski ekkert þannig til að vinna með.
Höfðu þeir eitthvað? Nei! Við bíðum ekki eftir að tækifærin komi upp í hendurnar á okkur, við búum þau til!
Gott og vel, ég er ekkert nema eyrun, ég heyrði meira að segja hjól bremsa úti á götu!
Mér dettur i hug að grípa reglugerðir frá Evrópusambandinu, þriðja orkupakka, gera hann að okkar baráttumáli!
Já, en þetta er bara þriðji liðurinn í nokkuð venjulegri rútínu sem skiptir engu máli.
Við stillum þessu upp sem stóru baráttumáli, blöndum sæstreng inn í málið…
Já, frábært, eitt af því sem ég gerði var að opna fyrir lagningu sæstreng, hitti David fyrir nokkrum árum og það var svo fyndið að..
Nei, nei, við verðum á móti lagningu sæstrengs!
Ha? Er eitthvert vit í því? Hvort sem er, það kemur þessum pakka ekkert við.
Það er ekkert svo flókið að tengja þetta saman, skal senda þér tölvupóst á morgun hvernig við hjólum í þetta!
Já, en, æ, ég veit, ekki við höfðum fullt af tækifærum til að gera athugasemdir við þennan orkupakka, þetta er einfalt tæknilegt atriði, ég sá að minnsta kosti ekkert athugavert við hann… verður ekki fólk tortryggið ef ég ætla allt í einu að vera á móti einhverju sem ég gerði engar athugasemdir við á sínum tíma.. og vera á móti sæstreng sem ég opnaði fyrir???
Eins og kjósendur komi til með að muna það! Ef einhver rifjar upp þá eru það bara persónulegar árásir, það virkar alltaf.