Búss í forsetaframboð

Posted: júlí 8, 2012 in Í ófullri alvöru, Uncategorized

Fyrrum forseti Bandaríkjanna, Georg Tvöfalt Vaff Búss, hefur tilkynnt um framboð til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í lok júní 2014.

Eins og kunnugt er hætti Ólafur Ragnar Grímsson nýlega störfum sem forseti til að taka við starfi sendiherra Kína á Indlandi. Ólafur sagði að það hafa alltaf verið að hreinu að hann hafi aðeins boðið sig fram til tveggja ára.

Aðspurður hvers vegna hann sækist eftir forsetaembættinu sagði Georg að hann hafi lengi haft mikið álit á íslenskum kjósendum og hafi langað til að vinna með þeim. Þeir íslensku hagi sér svipað og þeir bandarísku þegar kemur að kosningum, fáir hafi áhuga á staðreyndum, öllum sé sama um að frambjóðandi ljúgi sig hásan og skítkast á aðra frambjóðendur sé ódýr og skilvirk leið til að ná árangri.

Búss taldi lítið mál að ljúga sig út úr því að hann er ekki íslenskur ríkisborgari.

Þegar Baksýnisspegillinn spurði hvað hann ætlaði sér með valdalaust embætti stóð ekki á svarinu. „Ég hef lesið stjórnarskrána ykkar og forsetinn má gera hvað sem hann vill. Það er að segja að svo litlu leyti sem eitthvað stendur í þessu plaggi sem þið kallið stjórnarskrá. Og það litla sem þó stendur get ég túlkað eins og mér hentar“.

En hvers vegna Ísland? „Jú, þegar þið eru komin í Evrópusambandið get ég ráðið öllu þar líka. Stjórnarskráin ykkar segir..“

Lokað er á athugasemdir.