Brúðkaup í gær

Posted: júlí 8, 2012 in Spjall

Við vorum heldur betur í skemmtilegu brúðkaupi í gær, hjá Katý og Óla.

Það kom svo sem ekkert á óvart að allar veitingar voru frábærar og skemmtiatriðin ekki síðri. Þau hljóta að hafa verið í fullri vinnu við að skipuleggja dagskrána, hvert smáatriði úthugsað. Og svo er alltaf gaman að hitta fjölskyldurnar og vini.

En það sem situr kannski mest eftir er hvað þeim fannst þetta gaman og hvað þau nutu hvers augnabliks, allt frá athöfninni í kirkjunni, með afslöppuðum og skemmtilegum presti, til síðasta dans um nóttina.

Aftur til hamingju og takk fyrir okkur!

Lokað er á athugasemdir.