Þegar forseti Íslands sendi þingið heim

Posted: júní 8, 2013 in Í ófullri alvöru, Ísland, Stjórnmál
Efnisorð:

Í dag minnumst við þess að tvö ár eru liðin frá því forseti Íslands steig það gæfuspor að senda Alþingi heim og tók að sér að sjá um löggjöf sjálfur.

Þær efasemdar- og gagnrýnisraddir sem heyrðust sumarið 2015 hafa nú þagnað. Forsetanum hefur farist löggjöf einstaklega vel úr hendi og ríkisstjórnin sem hann hefur stýrt frá sama tíma hefur náð ótrúlegum árangri. Þá hafa landsmenn glaðst yfir þeirri miklu hrifningu sem einkavinir forsetans í Evrópu hafa lýst á störfum hans.

Ekki má gleyma hversu vel þær litlu breytingar sem forseti gerði á stjórnarskránni, í góðri sátt við sjálfan sig, hafa virkað.

Gríðarlegar breytingar hafa einnig orðið í allri fjölmiðlun eftir að forsetinn tók að sér umsjón þeirra, og gildir þetta jafnt um prentmiðla, ljósvakamiðla og vefmiðla – rifrildi, þras og hvers kyns gagnrýni er nú óþekkt – sátt og samlyndi einkennir nú þjóðlífið.

Við hér á vefsíðu Íslands hvetjum forseta vorn til að stíga skrefið til fulls og taka að sér embætti biskups.

Lokað er á athugasemdir.