Forsetinn dauðrotar gömlu stjórnarskrána

Posted: júní 7, 2013 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Mér hefur lengi þótt tímabært að endurskrifa stjórnarskrána frá grunni. Hún er ruglingsleg, mótsagnakennd og tekur ekki á mikilvægum atriðum – hefur verið gagnslaus þegar kemur að skilgreiningu á hlutverkum, völdum og ábyrgð ráðamanna.

Helstu svörin sem ég hef fengið er að það sé allt í lagi að hún sé ruglingsleg, takmörkuð og óskýr… við höfum hefðir til að styðjast við.

Fyrir nokkrum árum braut núverandi forseti þá hefð að forseti nýtti sér ekki þann möguleika að neita að skrifa undir lög. Sami einstaklingur hafði reyndar áður talið að hefðarinnar vegna væri þetta vald ekki hjá forseta lengur.

Aftur braut forsetinn blað í gær þegar hann fór að segja þingmönnum fyrir verkum í stórpólitískum málum. Bæði þegar kom að aðild að Evrópusambandinu. Og ekki síður þegar kom að endurskrift stjórnarskrárinnar.

Um leið og forsetinn fór að segja sína skoðun á stjórnarskrá, og það við setningu þingsins.. undirstrikaði hann hversu losaralega gamla stjórnarskráin er, hversu gagnslausar hefðirnar eru og hversu mikilvægt er að fá nothæfa stjórnarskrá.

Talandi um sjálfsmark…

Lokað er á athugasemdir.