Ef marka má forsetann þá er enn ein krísan yfirvofandi hjá Evrópusambandinu. Þetta mögulega áfall felst í þeirri ógn ef svo færi að Ísland skyldi nú hafna aðild að sambandinu. Út frá þessum ótta reiknar hann svo út að Evrópusambandið hafi ekki áhuga á að klára viðræðurnar.
Ekki svo að skilja að ég efist um að Evrópusambandið hafi tilbúna neyðaráætlun til að bregðast við þessu hugsanlega krísuástandi sem gæti skapast Ísland skyldi hafna aðild. Ég er svona einhvern veginn meira að efast um að sambandið myndi líta á þetta sem eitthvert sérstakt áfall. Kannski meira í þá áttina að þeim sé nokkurn veginn sléttsama, kannski einhver pirringur að þjóð sé að sækja um aðild án þess að hugur fylgi máli. En að höfnun smáþjóðar vegi yfirleitt eitthvað á móti ákvörðunum þeirra sem hafa sóst eftir og þegið aðild breytir auðvitað sáralitlu – svona kannski líkara því að missa af þúsundkalli eftir að hafa grætt milljónir… eða þannig.
En svo er alltaf hinn möguleikinn.
Sem er að ekkert sé að marka kallinn.
Þessi belgingur að við séum svo stórmerkileg að það yrði öðrum þjóðum áfall ef við skyldum hafna því að leika með minnir nefnilega illa á ýmis vandræðaleg kjánahrolls ummæli fyrir nokkrum árum um hversu merkilegir við Íslendingar séum.