Þjóðkirkjan bjargaði kirkjuferðum barna

Posted: desember 15, 2012 in Í ófullri alvöru, Uncategorized

Íslenska þjóðkirkjan hefur nú bjargað fleiri þúsundum barna á þessari öld frá þeirri vá að komast ekki í kirkju.

Rannsóknarnefnd kirkjunnar komst að því fyrir síðustu aldamót að fjöldi barna var bara ekkert að fara í kirkju. Hrint var af stað öflugu átaki til að leysa þennan bráðavanda íslenskra barna. Átakið fólst í því að mæta í skóla og leikskóla og draga börnin í kirkju.

Foreldrar barnanna eru kirkjunni ævarandi þakklát.

Ánægður og trúrækinn faðir sagði við Baksýnisspegilinn: „Við vissum jú að það væri eitthvað til sem kallaðist kirkja og þangað væri hægt að sækja eitthvað sem hét messa. Við bara rötuðum ekki og þess vegna fóru börnin á mis við þennan mikilvæg þátt fyrstu ár ævinnar. Þökk sé kirkjunni þá hefur nú verið messað yfir börnunum okkar“.

Móðir nokkurra barna var klökk af þakklæti: „Guði sé lof að kirkjan greip inn í og náði í börnin. Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til að við foreldrarnir förum að hafa fyrir því að mæta með börnin í messu“.

Aðspurð um gagnrýni á þessar ferðir stóð ekki á svari.. „Já, það er ekki að þessu trúlausa pakki að spyrja. Ætlast þetta lið kannski til að við séum að sinna börnunum okkar? Eins og við höfum ekkert betra við tímann að gera? Þau geta bara sagt börnunum sínum að halda fyrir eyrun. Svo er sálfræðiþjónusta vegna eineltis orðin það góð að það gerir sko ekkert til þó einu og einu barni sé strítt“.

Lokað er á athugasemdir.