Posts Tagged ‘krisni’

Um kristna og múslima

Posted: febrúar 11, 2015 in Trú, Umræða
Efnisorð:, ,

Það virðist vera nokkuð útbreiddur misskilningur að ég sé einhver sérstakur stuðningsmaður múslima, bara vegna þess að ég vil ekki mismuna þeim sérstaklega. Ég veit að margir trúlausir verða varir við sama misskilning. Það gengur meira að segja svo illa að leiðrétta þetta að það hvarflar oft að mér að það sé vísvitandi verið að klína þessu á okkur gegn betri vitund.

En höfum alveg á hreinu að ég hef fullkomna skömm á þeim voðaverkum sem hafa verið framin í nafni af múslimum í nafni trúarinnar. Sama gildir um mannfyrirlitningu sem haldið er á lofti með vísun í trúarritin. En ég vil bara ekki dæma alla vegna ofstækismannanna. Ekki frekar en að ég dæmi alla kristna út frá þeirra verstu talsmönnum.

Vissulega þarf að fara lengra í tíma eða rúmi til að finna viðlíka illvirki í nafni kristninnar, en það er ekki aðalatriðið, aðalatriðið er að dæma ekki alla út frá nokkrum brjálæðingum.

Það má kannski orða þetta þannig að ég virði jafnan rétt allra trúfélaga til að láta okkur hin í friði.