Archive for the ‘Football’ Category

Alþjóðasambandið FIFA er stöðugt að reyna að bæta reglur fótboltans og gengur bara nokkuð vel. Ég er ekki viss um að starfsmenn þar lesi færslurnar mínar reglulega en kannski skilar þetta sér á endanum.

Ég er nefnilega viss um að það má bæta leikinn enn frekar með eftirfarandi breytingum:

  1. Leikmaður sem þarfnast aðhlynningar vegna “krampa” þarf að yfirgefa völlinn í 10 mínútur.
  2. Eftir að mark er skorað láta leikmenn beggja liða boltann vera og dómarinn fer með hann að miðju.
  3. Ef markvörður leggst eftir að hafa náð fullu valdi á boltanum þá kostar það áminningu.

Þetta snýr allt að því að takmarka möguleika liða til að tefja og hægja á leiknum. Það er aðeins ínlegt að sjá vel þjálfaða leikmenn, sem klára heilu leikina á vandræða allt í einu lyppast niður hver á fætur öðrum og þurfa aðhlynningu “tímunum saman”.

Eitt að lokum á kjördag…

Þetta snýst ekki lengur um að halla mismunandi mikið til hægri eða vinstri né blæbrigði tóna í bláa/græna/rauða litrófinu.

Þetta snýst ekki um hræðsluáróður, kökubakstur, klisjur, fljótfærni, drullumallsdreifingu, minni háttar mistök eða allt-í-einu-viðkunnanlega gæja í auglýsingum.

Þetta snýst um nýja nálgun, ný viðhorf, nýjar aðferðir og breytt hugarfar. Þetta snýst um fólk sem hlustar jafn mikið og það talar – og er fært um að ræða málin, taka rökum og jafnvel viðurkenna mistök ef svo ber undir.

Þess vegna kýs ég Pírata… þó ég sé ekki sammála þeim í einu og öllu.

Ég hendi sem sagt gráðuboganum og kveiki ljósin.