Á kjördag, kveikja ljós

Posted: október 29, 2016 in Football, Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:, ,

Eitt að lokum á kjördag…

Þetta snýst ekki lengur um að halla mismunandi mikið til hægri eða vinstri né blæbrigði tóna í bláa/græna/rauða litrófinu.

Þetta snýst ekki um hræðsluáróður, kökubakstur, klisjur, fljótfærni, drullumallsdreifingu, minni háttar mistök eða allt-í-einu-viðkunnanlega gæja í auglýsingum.

Þetta snýst um nýja nálgun, ný viðhorf, nýjar aðferðir og breytt hugarfar. Þetta snýst um fólk sem hlustar jafn mikið og það talar – og er fært um að ræða málin, taka rökum og jafnvel viðurkenna mistök ef svo ber undir.

Þess vegna kýs ég Pírata… þó ég sé ekki sammála þeim í einu og öllu.

Ég hendi sem sagt gráðuboganum og kveiki ljósin.

Lokað er á athugasemdir.