Ég heyri alltaf nokkrum sinnum heyrt þennan gamla frasa að eitthvað sé undantekningin sem sanni regluna.
Þetta stenst auðvitað ekki skoðun. Undantekningar frá reglum – væntanlega er átt við að einhver regla sé á að eitthvað gerist – sannar engan veginn viðkomandi reglu. Þvert á móti grafa allar undantekningar undan því að um reglu sé að ræða. Því fleiri sem undantekningarnar eru þeim mun ólíklegra er nefnilega að um einhverja reglu sé að ræða.
Enda hvað með tvær undantekningar? Sanna þær „regluna“ enn frekar? Eða þrjár? Hvenær eru undantekningarnar orðnar nægilega margar til að sýna fram á að ekki sé um reglu að ræða?
Nú er það auðvitað ekki þannig að ein undantekning afsanni alltaf eitthvert mynstur eða líkur á að eitthvað gerist. En undantekning sannar aldrei eða sýnir fram á einhverja reglu. Þvert á móti er rétt að skoða allar undantekningar sem vísbendingu um að ekki séu um að ræða reglubundið fyrirbæri.