Rökleysan um reglur og undantekningar

Posted: júní 10, 2013 in Umræða
Efnisorð:,

Ég heyri alltaf nokkrum sinnum heyrt þennan gamla frasa að eitthvað sé undantekningin sem sanni regluna.

Þetta stenst auðvitað ekki skoðun. Undantekningar frá reglum – væntanlega er átt við að einhver regla sé á að eitthvað gerist – sannar engan veginn viðkomandi reglu. Þvert á móti grafa allar undantekningar undan því að um reglu sé að ræða. Því fleiri sem undantekningarnar eru þeim mun ólíklegra er nefnilega að um einhverja reglu sé að ræða.

Enda hvað með tvær undantekningar? Sanna þær „regluna“ enn frekar? Eða þrjár? Hvenær eru undantekningarnar orðnar nægilega margar til að sýna fram á að ekki sé um reglu að ræða?

Nú er það auðvitað ekki þannig að ein undantekning afsanni alltaf eitthvert mynstur eða líkur á að eitthvað gerist. En undantekning sannar aldrei eða sýnir fram á einhverja reglu. Þvert á móti er rétt að skoða allar undantekningar sem vísbendingu um að ekki séu um að ræða reglubundið fyrirbæri.

Athugasemdir
 1. Helgi Briem skrifar:

  Nei. Þetta er ekki ástæðan bak við þennan góða málshátt, Til þess að skoða eitthvert fyrirbæri þarftu að hafa eitthvað til samanburðar sem fylgir ekki reglunni. Annars geturðu ekki rannsakað fyrirbærið.

 2. Andrés Valgarðsson skrifar:

  Þetta er í raun útúrsnúningur eða misskilningur á upphaflega frasanum, sem var ‘exception that proves the rule’ í merkingunni undantekningin sem ‘prófar’ regluna og ef hún er raunveruleg undantekning á afsannar sú prófun regluna.

  Frasinn breyttist ekki þó skilningur á orðinu ‘proves’ hafi breyst.

 3. kjarrval skrifar:

  Ég hef skilið þennan málshátt þannig að reglan sé að vísa í að eitthvað gerist (með reglugbundnum hætti) og án þess að það sé í yfirmeðvitund fólks. Þegar undantekningin kemur og fólk tekur eftir henni, þá uppgötvar fólk óskrifaða reglu sem það hafði ekki gert sér grein fyrir áður. Þá getur átt sér stað undantekning sem leiðir til þess (sannar) að það hafi verið regla (áður).

  • ég hef reyndar ekki heyrt þetta notað þannig, aðallega – og tilefni skrifanna – er að fólk notar þetta til að halda fram að eitthvað sé regla vegna þess að mótrök finnast, sbr. dæmi í annarri athugasemd hér á eftir

   • kjarrval skrifar:

    Ég er sammála því að dæmið í seinni athugasemd þinni er svo sannarlega dæmi um notkun sem ég væri ekki sáttur með.

 4. Uppruninn á sér auðvitað / væntanlega góðar og gildar skýringar.. það sem ég er að fjalla um er þegar umræður ganga eitthvað á þessum nótum (svo ég taki nú ekkert sérstaklega gott dæmi):

  A: fullyrðir X (td. Konur eru vondir bílstjórar).

  B: Nei, nei sjáðu bara Y (td. Systir mín hefur aldrei lent í óhappi á 30 ára ferli).

  A: Já, það er undantekningin sem sannar regluna.

  A vill þannig meina að undantekningin Y sanni að fullyrðingin X sé rétt.

 5. Sævar Finnbogason skrifar:

  Mér hefur alltaf fundist þetta hálf merkingarlaust og venjulega notað umhugsunarlaust.
  Ég hef líka heyrt þetta notað til að þagga niður í ákveðinni Morfíslegri röksemdafærslu.

  Á Bretlandi nota sumir heimspekingar hugtakið „Ethical Oddbal“ En með því er átt við að þegar færð er góð og traust rök fyrir tiltekinni skoðun eða kenningu í siðfræði er venjulega hægt að koma með einhver absúrd andrök sem eru þá venjulega dæmi um siðleysingja, einhvern sem þjáist af tímabundnu brjálæði og svo framv.

  Allt er þetta vel þekkt (furðu oft er þetta óþroskaður karlmaður, gjarnan um tvítugt um tvítugt sem er nýbyrjaður að læra rökfræði, þessi sem veit allt og talar meira en hann hlustar og svo framv.. en flestir vaxa upp úr þessu)

  Punkturinn er þessi: utan ríkis stærðfræðinnar er alger vissa eða örugg þekking í besta falli fátíð. Við getum því ekki betur en stutt skoðun okkar bestu rökum og þekkingu sem við höfum aðgang að. Þannig að ef alltaf þarf að vera að ræða Ethical oddbal eða það er það fyrsta og eina sem viðmælandanum dettur í hug kemst umræðan ekkert áfram