Getur prestur orðið forseti?

Posted: mars 11, 2016 in Stjórnmál, Trú, Trúarbrögð, Umræða
Efnisorð:

Ég fór að velta þessu fyrir mér í framhaldi af fréttum um að minnsta kosti einn prestur ætli í framboð til forseta Íslands.

Auðvitað er ekkert tæknilega séð sem kemur í veg fyrir þetta, en er þetta góð hugmynd?

Nú er rétt að taka fram að ég þekki viðkomandi einstakling ekkert en hann fær hin bestu meðmæli, fínn og vandaður maður og hefur, að mér er sagt, sýnt fulla tillitssemi í samskiptum við fólk sem ekki er kristið og forðast að troða siðum upp á þá sem ekki vilja. Sem sagt eins góður prestur og þeir gerast – og mættu aðrir taka hann sér til fyrirmyndar.

En ég kemst ekki fram hjá þessu með trúna.

Þó ekki væri annað en trúarjátningin.

Í henni eru að minnsta kosti tvær fullyrðingar sem stangast á við náttúrulögmálin.

Þannig að annað hvort trúa prestar því að náttúrulögmálin hafi verið brotin fyrir tvö þúsund árum eða svo. Eða þeir fara reglulega með yfirlýsingu sem þeir taka ekki trúanlega.

Ekki segja mér að þetta sé myndlíking eða dæmisaga.. þetta er skýr og klár yfirlýsing.

Og ekki segja mér að yfirlýsingar séu marklausar, það gengur ekki almennilega upp fyrir forseta.

 

 

Athugasemdir
    • já, var ekki búinn að kynna mér skrif eða feril sérstaklega, óneitanlega undarleg skrif… en þessi hugleiðing var líka hugsuð sem almenns eðlis, ekki takmörkuð við viðkomandi einstakling.

  1. Carlos A. Ferrer skrifar:

    Getur prestur orðið forseti? Getur trúleysingi? En nokkur einstaklingur með sterkar skoðanir sem eru ekki skoðanir allra? Hvert er umræðan komin, spyr ég nú bara.

    • Ég geri greinarmun á presti sem hefur vinnu við að boða vafasamar fullyrðingar og „óbreyttum“ eintaklingi. Ég geri greinarmun á „sterkum skoðunum“ og hreinum og klárum bábiljum sem sannanlega eru rangar.

      Ég myndi ekki kjósa einstakling sem boðar að jörðin sé flöt, heldur því fram að eðlur og geimverur séu í valdastöðum eða að bólusetningar valdi einhverfu. Þetta er spurning um lágmarkskröfur til dómgreindar.

      En auðvitað getur hver kosið það sem hann vill, en þarna er fyrsta „úrtökuprófið“ hjá mér.