Að blekkja í umræðu um þjóðkirkju

Posted: september 23, 2012 in Umræða

Mér hefur aldrei þótt það bera vitni um góðan málstað þegar fólk fer vísvitandi með rangfærslur og blekkingar þegar reynt er að halda málefnalegri umræðu uppi.

Stuðningsmenn þess að halda ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni hafa nýlega gert sig seka um óboðlega útúrsnúninga og rangfærslur.

Í umræðunni um ákvæðið hafa komið fram fullyrðingar (eða gefið í skyn) að það að fella ákvæði um þjóðkirkju úr stjórnarskrá þýði að

  • ekki verði lengur haldin jól eða aðrir frídagar
  • ekki verði hægt að jarða þá sem látast
  • breyta verði þjóðfánanum
  • þjóðsöngurinn verði úreltur

Einfaldasta skýringin er auðvitað að benda á nokkrar nágrannaþjóðir sem án þjóðkirkju tekst að sjá um útfarir, halda frídaga (sem flestir eiga rætur löngu fyrir daga kristninnar), eru með fána með trúartákni og búa við hégómlega og hallærislega þjóðsöngva.

Ég veit amk. ekki til að frídagar hafi verið afnumdir, lík hrannist upp ójörðuð eða rokið hafi verið til við að breyta fánum eða þjóðsöng í nágrannaríkjum okkar þó ríki og kirkja hafi verið aðskilin.

Fyrir utan nú það – eins og Friðrk Þór Guðmundsson bendir réttilega á – þá hefur ríkiskirkjan engan einkarétt á þessum trúartáknum.

Ég trúi því ekki að viðkomandi einstaklingar viti ekki betur. Og þetta eru hreinar og klárar rangfærslur. Þá er ekkert eftir nema vísvitandi blekkingaleikur. Og hann bendir ekki til að viðkomandi hafi góðan málstað.

Eiga stuðningsmenn þjóðkirkjunnar ekki betri talsmenn? Einhverja sem hægt er að ræða málefnalega við og af einhverju viti.

Athugasemdir
  1. Þorkell Helgason skrifar:

    Gott að vanda.

    Með bestu kveðjum, Þorkell

    TIL NETVINA MINNA:

    HEF SKIPT UM SEINNI HLUTA NETFANGS MÍNS.

    NÚ ER NETFANGIÐ thorkellhelga@gmail.com

    VINSAMLEGA UPPFÆRIÐ Í NETFANGASKRÁM YKKAR.

    Þorkell Helgason

    Netföng: thorkellhelga@gmail.com

    Vefsíða: http://www.thorkellhelgason.is Fésbók: Þorkell Helgason

    Símar: +354 893 0744 eða +49 1631702113

    Hemilisfang: Strönd, 225 Álftanesi