Erfðabreytt matvæli og tískugagnrýnin

Posted: september 21, 2012 in Umræða
Efnisorð:

.. hafa verið talsvert í umræðunni síðustu daga, aðallega vegna mikillar og gagnrýnislausrar umfjöllunar um rannsókn sem í fljótu bragði virtist benda til að erfðabreytt matvæli myndu auka líkurnar á krabbameini í rottum.

Ég verð að fá að benda á greinar Ernu Magnúsdóttur http://www.vantru.is/2012/09/21/13.00/ og http://apalsson.blog.is/blog/apalsson/entry/1258761/ Arnars Pálssonar um rannsóknina.

Fjölmiðlar virðast taka þessari rannsókn eins og heilögum sannleik. En það er klárlega ansi margt bogið, eða að minnsta kosti varhugavert, við framkvæmdina. Aðeins tíu rottur voru notaðar til samanburðar, nokkuð sem aldrei getur gefið tölfræðilega vissu. Og ekki nóg með það, hluti þeirra fékk líka krabbamein. Þá virðist sem rannsóknin hafi grautað saman erfðabreyttum matvælum og RoundUp skordýraeitri.

Ég get auðvitað ekki fullyrt af eða á um skaðsemi erfðabreyttra matvæla. En tvennt fer aðeins í skapið á betri-umræðu-grundvöll áhuganum mínum.

Fyrir það fyrsta þá virðist gert ráð fyrir að allar erfðabreytingar á matvælum lúti sömu lögmálum. Svona hundalógík eins og að ef hægt er að blanda eitri í drykk þá hljóti allir blandaðir drykkir að vera eitraðir.

Í öðru lagi virðist i gert ráð fyrir að áhrif séu þau sömu á rottur og á menn.

Í þriðja lagi þá er tölfræðin engan vegin marktæk fyrir svona lítinn viðmiðunarhóp.

Í fjórða lagi þá gleymist að megnið af matvælum sem við neytum í dag eru erfðabreytt, líka þau „lífrænt ræktuðu“.

Í fimmta lagi þá er gert ráð fyrir að allir sem spyrja erfiðra spurninga séu launaðir útsendarar Monsanto.

Í sjötta lagi þá virðist umræðan, bæði hér á landi og annars staðar – stýrast af fáfræði og því sem kallað var „kerlingarbækur“ (með fullri virðingu fyrir kerlingum) þegar ég var ekki eins hundgamall og ég er í dag…

OK, ég hef sex athugasemdir, ekki bara tvær.

Einhvern veginn upplifi ég þessa gagnrýni meira sem tískubylgju en alvöru gagnrýni.

Athugasemdir
  1. Haukur Kristinsson skrifar:

    Flottur pistill Valgarður og einnig grein Ernu. Satt að segja gef ég ekki fimm aura fyrir þessar “rannsóknir” Gallanna. Glyphosate (Roundup) er samkvæmt EPA í eiturklassa III, sem sagt mjög veikt “eitur”, einnig ekki carcinogen. Glyphosate brotnar niður á mjög skömmum tíma, verður meinaust með öllu, en góður áburður. GM matvæli hafa verið á markaðnum í tugi ára og ekki eitt einsta tilfelli um tjón á manneskjum er þekkt. Franska vínið er hinsvegar búið að drepa marga. Athyglisvert hvernig þekktir fjölmiðlamenn gripa fréttina, “tilfinningahlaðnir mjög, þó algörlega ólæsir á vísindi”, eins og Erna orðaði það. Minnir á hálfvitagamg Múslima vegna skopmynda af „imaginary“ guði.