„Einhver keypti sér nýtt tæki“ – fréttir

Posted: september 25, 2012 in Umræða

Ég er alltaf jafn gáttaður á fréttamatinu hjá okkar annars ágætu fréttastofum þegar rokið er upp til handa og fóta og sagt frá því í löngu máli að einhver hafi keypt sér nýjan síma – samanber „fréttir“ Stöðvar2 í gær. Eða að komin né ný útgáfa af einhverri græju.

Ég veit að þeir eplamenn eru frábærir sölu/markaðsmenn og ná að kveikja í fjölmiðlum í hvert skipti sem þeir senda frá sér uppfærslu á einhverri vörunni.

En fjandinn hafi það.. er það frétt að einhver kona hafi ákveðið að kaupa sér nýja útgáfu af símtæki? Og það fimm mínútur á besta tíma.

Ég hringi kannski í fréttastofuna fyrir helgi, ég er að hugsa um að skipta um dyrabjöllu…

Athugasemdir
  1. Óskar P. Einarsson skrifar:

    „Einhverjir léku sér í boltaleik“ er líka hlutur sem fær smá athygli í fjölmiðlum. Bara smá…

    • Já, eða einhverjir héldu hljómleika – en kannski liggur munurinn í því það er áhugi á því að horfa á einhverja „leika sér í boltaleik“ eða horfa á hljómleika – fólk mætir jú á staðinn og borgar fyrir. Ég veit ekki til að það sé selt inn á þann viðburð að fólk kaupi sér nýjan síma.