Posts Tagged ‘framboð’

Ég verð eiginlega að fara í framboð eins og allir hinir.. og er  að hugsa um að hafa þetta einfalt.

Happdrættisflokkurinn held ég að sé málið.

Skoðanakannanir sýna að yfir 95% landsmanna vilja gjarnan vinna stóra vinninginn í happdrætti.

Þetta verður væntanlega eina stefnumálið, allir vinna stóra vinninginn, hvort sem er í happdrætti, lottó, getraunum..

Ég hef aðeins verið að fara yfir kynningar flokka og framboða fyrir komandi alþingiskosningar.

Nú er auðvitað ekki rétt að alhæfa.

En mér finnast of margar stefnuskrár byggja á óljósum viljayfirlýsingum, í flestum tilfellum um það sem betur má fara og oftar en ekki eitthvað sem flestir geta verið sammála um.

Þannig að þetta segir mér eiginlega ekki neitt.

Ekki misskilja, kæru væntanlegu frambjóðendur… segið mér endilega hvað þið ætlið að gera og hvaða markmið þið setjið ykkur.

En segið mér líka hvernig þið ætlið að fara að því að ná þessum sömu markmiðum ykkar.

Ég þarf auðvitað að vera sammála markmiðunum. En ég geri líka kröfu um trúverðuga leið til að ná þeim.

Annars er þetta eiginlega bara froða, svo ég sé nú í neikvæða skapinu.