Það er verið að staglast á því í kosningaáróðrinum að við afsölum okkur fullveldi með því að ganga í ESB.
Þetta stenst enga skoðun, þjóð sem ekki er fullvalda hefði til að mynda ekki getað ákveðið að ganga úr sambandinu.
Þetta er svona grundvallar misskilningur og/eða ómerkilegur útúrsnúningur á hugtakinu “fullveldi”.
Ekki síst í ljósi þess að við erum þegar skuldbundin miklu af því sem ákveðið er hjá ESB í gegnum EES samninginn.
Og svo fylgir gjarnan að gengið er út frá að allar ákvarðanir Evrópusambandsins séu sjálfkrafa skelfilega vondar.
Ég er þvert á móti viss um að megnið af ákvörðunum sem teknar eru í Brussel (og víðar) séu að öllu jöfnu talsvert miklu betri en ákvarðanir sem mishæfir valdamenn hér heima hafa tekið.