Okurverð á litlum bjór

Posted: ágúst 3, 2014 in Spjall, Umræða
Efnisorð:,

Ég get ekki almennilega skilið verðlagninguna á bjór á börunum hér á landi. Jú, áfengi er almennt óhóflega dýrt hér á landi. Og ég skal viðurkenna að ég hef ekki reynt að reka bar.

Það má vissulega finna bari í stórborgum sem erum með verðið á bjór slagar upp í verðið hér. En almennt er bjór hér tvöfalt (og jafnvel ríflega það) dýrari á bar en erlendis. Áfengisskatturinn skýrir þetta auðvitað að hluta.. en bara að hluta.

En það sem viriklega gengur fram af mér er verðlagningin á litlum bjórum. Bæði er að oft finnst mér fínt að fá bara lítinn bjór og láta þar við sitja. Hitt er að mér finnst í öðrum tilfellum gaman að smakka mismunandi bjóra.

Erlendis er verðið á litlum bjór nokkurn veginn helmingur af verðinu á stórum, jú kannski eitthvað örlítið hærra.

Í gær fór ég á nokkuð skemmtilegan bar þar sem úrvalið var mikið, sérstaklega af krana. Það spillti óneitanlega fyrir að stór bjór kostar þar 1.500 krónur. En gott og vel, mér fannst úrvalið spennandi og ákvað kannski allt í lagi að styrkja staði sem nenna að hafa fyrir því að bjóða upp á fjölbreytt og skemmtilegt úrval. Úrvalið var reyndar það mikið að ég var í vandræðum með að velja og ákvað fá mér tvo litla. Hvað kostaði lítill? Jú, 1.250…

Ég reyndi að skammast út í barþjóninn – þó ég efist nú um að ákveði þetta.Hann svaraði að skýringin væri sú að áfengisskatturinn hér heima væri svo hár. Ég benti honum á að áfengisskatturinn af litlum bjór væri nákvæmlega jafn hár á hvern millilítra í litlum og stórum bjór.

En ég efast nú einhvern veginn samt um að búið verði að lækka verðið á litlum bjór þegar ég kem næst. Ef ég kem aftur.

Athugasemdir
  1. Sigurður Lárusson skrifar:

    Innilega sammála þér með verðið á þessum bjór er nokkuð hátt en við erum væntanlega ekki að tala um venjulegan viking eða egils gull heldur einhvern spes bjór. Með verðið erlendis á litlum og stórum skýrist væntanlega að einhverju leiti af þvi að hér erum við litinn 33 cl og stóran 50 cl en erlendis (Bretland t.d.). Pint 568 ml og siðan er half pint nefnilega 284 ml nefnilega helmingur af stórum.

    • Nei, eins og ég sagði í færslunni þá var þatta bar með mikið úrval af óvenjulegum bjór. Hitt er að verð á „venjulegum“ bjór er líka allt of hátt, og verð á litlum „venjulegum“ bjór er hlutfallslega út í hött.

      Jú, mismunandi stærðir gætu skýrt eitthvað, en ekki 1.250 á móit 1.500…