Mætti ég biðja… um betri umræðu

Posted: ágúst 18, 2014 in Trú, Umræða

Það má segja að breyting á dagskrá Rúv, þar sem ákveðið var að fella niður úrelta dagskrárliði sem hafa litla hlustun, sé ekki stórmál. Auðvitað á Rúv ekki að þjóna einu trúfélagi sérstaklega, en það er önnur saga.

Ég efast um að sú ákvörðun að fella niður dagskrárliði sem fáir hlusta á myndi yfirleitt kalla á nokkur viðbrögð.

En þarnar er atriði tengt kirkjunni.

Það er ótrúlegt að fylgjast með viðbrögðunum.. heiftinni, rangfærslunum og samlíkingunum.

Einn prestur líkti þessu við ofsóknir á hendur kristnum mönnum í Austurlöndum, annar við banni við ástarjátningar svo ég nefni nú tvö dæmi um ruglið.

Vantrú og Siðmennt er kennt um og talað um volduga einstaklinga á þeirra vegum!

Stofnuð var Facebook grúppa sem hleypir bara inn athugasemdum frá þeim sem eru sammála!

En kannski er þetta merki um örvæntingu.

Og kannski er þessi örvænting merki um breytta tíma.

Athugasemdir
  1. Elín Sigurðardóttir skrifar:

    Við höfum haft ríkistrú frá 1000 og ríkisútvarp frá 1930. Að ríkisútvarpið setji sig í stellingar gagnvart ríkiskirkjunni minnir á brandarann um maurinn og fílinn. Soldið fyndið en ég hef engan áhuga á að fjármagna þetta grín. Seljum ríkisútvarpið.

  2. Elín Sigurðardóttir skrifar:

    Það má aðskilja ríki og kirkju. Það myndi örugglega efla trúarlíf í landinu. RÚV fór ekki að huga að varðveislu efnis fyrr en rekstur útvarpsstöðva var gefinn frjáls. Fram að því var öllu efni skipulega fargað. Það yrði almenningi og ekki síst menningu í landinu til allra heilla ef RÚV yrði lagt niður.

  3. Haukur Kristinsson skrifar:

    Elín Sigurðardóttir. Menningarlíf fremur en trúarlíf ber að efla í landinu. Trúin byggist ekki á vitneskju, fremur fávisku. Þá hefur íslenska ríkiskirkjan jafnan verið vígi afturhaldsins og er enn.