Þjóðartrú eða þjóðtrú?

Posted: ágúst 20, 2014 in Uncategorized

Það er svolítið skemmtilegt að sjá þingmann tala um að standa vörð um „þjóðartrúna“ í einhverri örvæntingu yfir ómerkilegri dagskrárbreytingu Rúv.

Það er kannski engin tilviljun að þetta hljómar nánast eins og „þjóðtrú“ – sem er hugtak yfir gamlar „kerlingarbækur“ og hjátrú – þar sem fólk trúði hvers kyns vitleysu án nokkurra upplýsinga eða staðreynda.

Mér varð að minnsta kosti hugsað til þess hversu líkt þetta í rauninni er, enda má færa rök fyrir að mörg trúarbragðanna byggi á „þjóðtrú“ gyðinga.

Af hverju skyldi svo fullorðið fólk gera lítið úr fárra hundruð ára þjóðtrú hér á landi en bregðast ókvæða við til að verja þúsunda ára þjóðtrú gyðinga og afsprengi hennar.

Lokað er á athugasemdir.