Guðfræðileg stærðfræði

Posted: ágúst 23, 2014 in Uncategorized

Það er kannski illa gert að hlæja að því þegar guðfræðimenntaðir einstaklingar eru að setja sig á háan hest með tölfræði / stærðfræði. Og opinbera eigin fáfræði.

Einn presturinn hefur skrifað nokkrar greinar um „kristna talnaspeki“.

Í þeirri nýjustu, fjórir er eftirfarandi speki:

Reyndar á þessi mynd sér enn eldri samsvörun í fyrsta kafla Esekíel í Gamla testamentinu og í táknum ættbálka Ísraels í Mósebókum. Sem eru 4×4 – eða 12.

Kannski væri hugmynd að halda smá upprifjun á margföldunartöflunni í guðfræðideild. Þá myndu „hámenntaðir“ prestar ekki halda að 4×4 sé 12.

Að ég tali nú ekki um að þeir gætu gert greinarmun á tölunum 4 og 40.

Já, kannski illa gert að hlægja að þessu. En ég er bara ekki merkilegri en þetta – mér finnst einfaldlega eitthvað við sjálfumgleðina og hrokann sem veldur því að ég hef ekkert samviskubit yfir því að hlægja að þessu.

 

PS. fljótlega eftir að ég skrifaði færsluna er búið að breyta „4×4“ í „3×4“.. sem er auðvitað rétt reiknað, en innihaldið fellur á að það er ekkert lengur merkilegt við 3×4, eins og mögulega hefði verið við 4×4. Æ. og Æ.

Lokað er á athugasemdir.