Á fyrstu árum okkar Fræbbbla vorum við ansi mikið skammaðir, þóttum ekki par fínir og ég man eftir nokkuð mörgum tilefnislausum skotum frá fólki sem ég þekkti nákvæmlega ekki neitt.
Þarna er ég ekki að tala um fólk sem hafði engan áhuga á tónlist yfirleitt – og heldur ekki um fólk sem hafði engan áhuga á þeirri gerjun og/eða nálgun sem var í kringum 1980.
Ég er að tala um þá sem fylgdust með, mættu á hljómleika, keyptu plötur og fannst sú breyting frábær sem þarna varð á íslensku tónlistarlífi.
Við vorum einfaldlega ekki nógu „fínir“.
Fyrir það fyrsta þótti ég afskaplega vondur söngvari. Eflaust var eitthvað til í því enda hef mér aldrei dottið í hug að ég væri sérstaklega góður söngvari.. ég var að ekki að þessu vegna þess að ég héldi að ég væri næsti Björgvin Halldórsson eða Kristján Jóhannssonn – eða yfirleitt hefði eitthvað fram að færa sem hefðbundinn söngvari. Eflaust var þetta oft verra en það hefði þurft að vera, einfaldlega vegna þess að við vorum með litlar og lélegar græjur og heyrðum kannski lítið sem ekkert hvað við vorum að gera. Ég vildi hins vegar meina – og vil enn – að enginn annar hefði virkað sem söngvari Fræbbblanna, þeir hefður einfaldlega aldrei orðið neitt líkt því sem þeir voru annars.. og læt svo öðrum að meta hvort það er kostur eða ókostur. Nægilega margir gengu með það í maganum að taka við af mér en Stebbi, Steinþór og Tryggvi og Arnór blésu á allt svoleiðis.
En aðallega þóttum við ekki nógu sannir punkarar („gervipönk“ var frasi sem ég heyrði oft), ekki nógu pólitískir, ekki koma nægilega mikið úr verkalýðsstétt, ekki fylgja fatatískunni nógu vel og lífsstíllinn var ekki eins og gerð vara krafa um.
Mögulegt var að ákveðin lista-elíta (ef ég má nota svo vondan frasa) hafi engan veginn skilið hvað var í gangi, við áttum að vera ný hippakynslóð, hafa okkur eins og hipparnir, fara sem sömu frasana og hipparnir – og hvað sem tautaði og raulaði máttum við alls ekki stuða eða trufla þá sem voru heilagir í listasamfélaginu.
Ég man til að mynda eftir (ekkert sérstaklega diplómatískum) ummælum í Helgarpóstinum rétt fyrir komu The Clash á Listahátíð. Ég sagði eitthvað á þeim nótum að þeir væru sniðugir að græða á Marxistum. Hefði væntanlega betur haldið kjafti, en þetta var þá.. Það var búið að segja okkur að við myndum, ásamt Utangarðsmönnum, spila með Clash. Það var snögglega dregið til baka og látið vita að menn sem létu svona út úr sér ættu ekki heima þarna.
Einhverra hluta vegna voru sömu mælikvarðar ekki settir á aðrar hljómsveitir þessa tíma – sem betur fer – og enginn gerði rellu yfir fatnaði, uppruna, sönghæfileikum eða stjórnmálaskoðunum annarra en okkar. Gott mál.
En það var sérstaklega gaman að hitta Glen Matlock, stofnanda, lagahöfund, upphafsmann og bassaleikara The Sex Pistols í góðu tómi.
Já jú jú,,. eða kannski var látið svona með alla, það bara heyrði það enginn nema þeir sjálfir. Ætli Bubbi hafi ekki þurft að hlusta á ansi margann sjóarann segja sér til um hvernig á nú að „syngja almennilega“ og Grýlurnar fengið að heyra að þær væru hvorki „popp eða pönk“ og þú veist… ýmislegt látið falla sem enginn heyrir nema þeir sem „eiga“. Aldrei heyrði ég neitt misjafnt um Fræbblana, nema einmitt að þeir væru eins ekta og hægt væri.
Jú, jú, það má vera að mín upplifun sé (einmitt) bara bara mín upplifun.. en ég er nokkuð viss um að enginn annar fékk umsagnir í fjölmiðlum / plötudómum eins og:
Sá sem stendur sig lakast er tvímælalaust söngvarinn. Ég hef ekki heyrt neitt þessu líkt í lengri, lengri tíma; vægast sagt hrikalegt
Þó hef ég rennt henni (plötunni) í gegn nokkrum sinnum, ekki með skerandi sársauka en herfilegri andlegri líðan sem tekur því næst tvöfaldan spilunartíma plötunnar hvernig svo sem á því stendur