Ég skal játa að ég hef ekki rannsakað málið og styðst ekki við neina tölfræði…
En einhvern veginn finnst mér það vera mikið til sama fólkið sem kvartar og kveinar – oft réttilega – yfir mistökum dómara og er alfarið á móti því að bæta dómgæsluna á einfaldan og öruggan hátt með hjálp myndavéla!
Þá allt í einu er þetta ómissandi hluti af leiknum.
Er þetta ekki ansi mikil þversögn?
Nema „sjarminn“ sé fólginn í því að fá að nöldra…