Ósamræmi í málflutningi

Posted: febrúar 6, 2014 in Tónlist, Umræða
Efnisorð:,

Ég á marga góða vini, kunningja, spjallfélaga og þess vegna fólk sem líkar ekkert sérstaklega vel við mig.. sem mér finnst hafa ansi undarlegar og, í rauninni, ósamrýmanlegar skoðanir á tveimur málum.. sem eru í rauninni náskyld.

Þá er ég annars vegar að tala um ólöglega dreifingu á höfundarréttarvörðu efni… sem mörgum finnst í góðu lagi vegna þess að ekki sé hægt að koma í vef fyrir dreifingu – og gefa lítið fyrir það hversu siðferðilega rangt það er að taka efni höfunda og dreifa í leyfisleysi. „það er ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“, „fólk verður að aðlaga sig að raunveruleikanum“, „höfundarnir verða svo vinsælir að þeir mega bara þakka fyrir“, summera nokkurn veginn upp flest rökin.

Hins vegar er mjög algengt að þessir sömu einstaklingar bregðist heiftarlega illa við því þegar tölvupóstur og önnur trúnaðar gögn einstaklinga eru tekin ófrjálsri hendi og þeim dreift án leyfis viðkomandi. Þá bregður svo við að engu máli skiptir hversu erfitt er að koma í veg fyrir ólöglega dreifingu, raunveruleikinn er aukaatriði og ekki skiptir máli hvort eigandi fær mikla athygli. Nú skiptir allt í einu öllu máli að taka siðferðilega afstöðu.

Er alveg nógu gott samræmi í þessu?

Athugasemdir
 1. Óli Gneisti skrifar:

  Punkturinn um að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir óheimila dreifingu varðar ekki siðferðislega hlið dreifingar á höfundavörðu efni heldur eru það rök gegn t.d. síum og afritunarvörnum (sem eru gagnslausar gegn dreifingu en skaðlegar á margan annan hátt). Þannig að ég get sagt að þó ég sé á móti því að trúnaðargögn sem varða persónuleg málefni fólks sé dreift á netinu þá er ég líka á móti því að yfirvöld fái stórfelldar heimildir til persónunjósna til að koma í veg fyrir slíka dreifingu.

  • Það er gott og gilt sjónarmið – og ég er sammála því að síur og afritunarvarnir eru ekki leiðin.

   En ég er að beina þessu til þeirra sem finnst einfaldlega allt í lagi að taka efni og dreifa í leyfisleysi.

   Kannski einfeldningsháttur hjá mér, en ég er að tala um eina leiðin til að breyta þessu er að breyta hugarfarinu..