Menntun -> trúleysi og velmegun

Posted: janúar 3, 2014 in Trú, Umræða
Efnisorð:, , ,

Egill Helgason birti ágætis pistil þar sem hann bendir á samantekt um trúleysi og augljóst samhengi við almenna velmegun á meðan þau ríki þar sem ofsatrú og hvers kyns bábiljur ráða ríkjum eru langt á eftir. Auðvitað má finna einhverjar undantekningar, en þær eiga sér sínar skýringar og breyta ekki heildarmyndinni.

Þetta er auðvitað ekkert dularfullt og minnir á söguna um að sala á ís sé mest þegar flestir drukkna í ám. Vitaskuld var ekki beint samhengi á milli, heldur var þarna þriðji þátturinn, mikill hiti, sem varð til þess að fólk reyndi bæði að kæla sig í ám og keypti ís.

Sama gildir um trúleysi og almenna „velmegun“, hvort sem við skilgreinum það eingöngu efnahagslega eða skoðum atriði eins og glæpatíðni og mat þjóða á lífshamingju.

Hvort tveggja er einfaldlega afleiðing betri og meiri menntunar. Trúleysi er talsvert meira hjá langskólagegnum en öðrum og trúleysi er talsvert meira hjá þeim þjóðum þar sem menntun er hvað mest – þar er líka mest almenn „velmegun“.

Það er einfaldlega ekkert dularfullt við þetta. Fólk sem hefur góða menntun er að öllu jöfnu ólíklegra til að trúa á galdra eða töframeðul eða sætta sig við grimmdarverk í nafni trúar. Sama gildir um „skaðlausari“ birtingarmynd trúar – það er að segja þá sem eru trúaðir en eru sáttir við sitt og láta aðra í friði – þeim fer fækkandi eftir því sem menntun eykst.

Athugasemdir
 1. Haukur Kristinsson skrifar:

  Brynjar Nielsson er lúmskur populisti, sem reynir að notfæra sér guðstrú og ignorance innbyggjara til að afla sér og flokknum fylgis. Minnir á norska trúboða, eins og þeir voru hér áður fyrr, og Guðmundur Hagalín lýsir vel í sögu sinni, „Kristrún í Hamravík“.
  Brynjar er einhver versti populisti og rugludallur á Alþingi í dag, verri en Vigdís Hauksdóttir.
  Sjálfstæðisflokkurinn ætti að losa sig við kjánann við fyrsta tækifæri.

  Hinsvegar var kirkjan altaf vígi Íhaldsins, eins og í flestum löndum, og er enn í dag.

  • Þessi færsla var nú ekki skrifuð í tilefni af ummælum Brynjars, mér sýnist jafnvel að hann geri sér vísvitandi „að leik“ að dæla út einhverri öfga vitleysu – til hvers veit ég ekki – en flokkurinn væri auðvitað betur settur án hans.

   Hitt er að ég get ekki með nokkru móti skilið hvers vegna yfirlýstur frjálshyggjumaður í aðra rasskinnina talar svo fyrir ríkisrekinni kirkju með hinni.

 2. Haukur Kristinsson skrifar:

  „Þessi færsla var ekki skrifuð í tilefni af ummælum Brynjars“, skrifar Valgarður. Færslan var hinsvegar skrifuð í tilefni af ummælum Egils, sem skrifaði í tilefni ummæla Brynjars!

  Halló, er ekki allt í lagi með „λογικὴ“ norður á klakanum?

  Nýjarskveðjir frá Grikklandi.