Kjánahrollur í boði kirkjunnar

Posted: janúar 11, 2014 in Trú, Umræða
Efnisorð:

Það var skondinn kjánahrollurinn sem ég fékk áðan þegar ég sá heilsíðuauglýsingu frá ríkiskirkjunni til barna. Þar er reynt að narra börnin í heimsókn í kirkju með einhverri fígúru sem á sennilega að hafa eitthvert aðdráttarafl, þó ekki komi fram í auglýsingunni hvað það er sem ætti að hvetja börnin til að mæta.

Kannski er kirkjunni vorkunn eftir miklar úrsagnir og mikið tekjutap. En þessi örvænting er óneitanlega svolítið skondin. Að fylgjast með trúarstofnun reyna að draga börnin inn á fölskum forsendum minnir starfsaðferðir næturklúbba í vafasömum hverfum í útlandinu.

En kannski, á hinn bóginn, er þetta ekkert sérstaklega fyndið.

Ég þarf að taka þátt í að borga auglýsinguna. Og markmið auglýsingarinnar er að fjölga, eða draga úr fækkun, í hinni ríkisreknu kirkju. Takist það, þarf ég að borga meira.

Lokað er á athugasemdir.