Hmmm, Brynjar…

Posted: júlí 26, 2013 in Umræða
Efnisorð:

Áður er lengra er haldið er rétt að taka fram að mér finnst sjálfsagt að ræða stöðu og fyrirkomulag RÚV… en mér finnst lágmarkskrafa að sú umræða sé á vitrænum nótum.

Brynjar Níelsson hélt því fram nýlega að rekstur RÚV kostaði hálf mánaðarlaun fjölskyldu, notaði reyndar töluna fjórir milljaðar, þegar 3,1 er nær lagi… en þegar reikningskúnstir voru dregnar í efa fór hann að tala um útborguð laun eftir skatta.

En það gleymist að skatturinn leggst á þá sem eru 16 ára og eldri og ég stórefast um að það séu svo margar fjölskyldur með fjóra fullorðna einstaklinga og aðeins eina fyrirvinnu með þessi laun – nú eða fleiri á þetta lágum launum. Ég kalla að minnsta kostir eftir staðfestum upplýsingum um að þetta sé svo almennt að það eigi erindi í umræðuna.

Það sem verra er… útborguð laun eftir skatta. Gott og vel. En nefskatturinn er einmitt í þeim hluta launanna sem fer í skatt! Þess vegna er verulega villandi að miða við laun eftir skatta.

Ég ítreka að ég vil endilega sjá umræðu um fyrirkomulag ríkisrekinna fjölmiðla. Mér finnast mörg góð rök mæla gegn því að svona fjölmiðill sé á auglýsingamarkaði og mér finnst vel mega ræða mun takmarkaðra hlutverk. Ég svo aftur engan veginn sannfærður um að leggja stofnunina niður.

En svona rökræðukúnstir hjálpa ekkert. Og það sem verra er, maður hálf skammast sin fyrir að vilja ræða breytingar á RÚV af ótta við að vera skipað í flokk með fólki sem ekki er fært um vitrænar rökræður.

Lokað er á athugasemdir.