Það hefur komið fram að áfengisstefnan sé að „virka ágætlega“, við drekkum minna en aðrar þjóðir, amk. af víni sem keypt er með löglegum leiðum… neyslan gengur út á að nota áfenga matvöru sjaldan og þá mikið í einu, verða afvelta af drykkju og ómögulegur daginn eftir.
Er þetta eftirsóknarvert? Er þessi stefna í lagi?
Ef ég má ýkja aðeins…
Nú er þekkt af ofneysla á feitu kjöti getur kostað sitt fyrir heilsuna, sumir tala um alvarlegt heilbrigðisvandamál.
Hvernig væri sú lambakjötsstefna að leggja þúsunda prósenta skatt á hvert kíló og selja aðeins í fáum ríkisreknum verslunum? Yrði afleiðingin sú að lambakjöt væri notað sjaldan, fólk hittist sérstaklega til að „lambast“ þar sem reynt væri að éta eins mikið og hægt er… gestirnir lægju afvelta, ælandi í lok veislunnar og með tilheyrandi heilsubrest daginn eftir vegna þess að líkamanum hefði verið ofboðið?
… væri það „lambakjötsstefna“ sem er „að virka“??