Ég er enn að velta vöngum yfir þessum „kristnu gildum“ sem sumir Sjálfstæðismenn vildu hafa til hliðsjónar við lagasetningu.
Kannski er það vegna þess að ég fæ engin svör um hver þessi kristnu gildi eru, þeas. hvaða gildi eru þarna sem ekki finnast í öðrum trúarbrögðum og/eða lífsskoðunum og skipta máli. Og hef ég nú mikið spurt.
Við getum strax útilokað verið sé að vísa til boðorðanna tíu – þá hefði verið talað um að byggja lagasetningar á „gyðinglegum gildum“.
Eins er strax hægt að útiloka almennt siðferði og náungakærleik og gullnu regluna – þetta er allt saman miklu eldra en kristnin – og finnst hjá flestum siðuðum lífsskoðunarfélögum.
En hvað einkennir kristnina sérstaklega? Það er rétt að taka fram að ég er ekki að gera lítið úr því góða og jákvæða sem kristnin hefur þegið frá öðrum hugmyndaheimum, þar er margt gott og gilt. En hvað er sérstakt?
Jú, meyfæðingin, upprisan og að bjóða hinn vangann. Fyrri tvö atriðin eru kannski engan veginn heldur einkennandi fyrir kristnina. Og það sem verra er, það er varla hægt að setja einhver lög sem byggja á upprisu eða meyfæðingu. Eða ég vona að minnsta kosti að það hafi ekki verið hugmyndin í þessu tilfelli.
Þá stendur eftir þetta með að bjóða hinn vangann. Ég man ekki til að þetta komi beinlínis annars staðar, má auðvitað vera minn misskilningur og/eða vanþekking.
En ef rétt er þá vilja þeir sem þetta samþykktu setja í lög á sá sem er sleginn utanundir eigi að bjóða hinn vangann..
PS. Mér fannst nú rétt að láta þessar vangaveltur liggja á milli hluta fram yfir kosningar.
Snýst þetta ekki aðallega um síðhærða karlmenn?
Segir ekki biblían að það sé manni vansæmd að vera síðhærður í 1.kórintubréfi 11:14?
Líklega vildi Sjálfstæðisflokkurinn setja einhverjar reglur um hárlengd karlmanna út frá hinum kristnu gildum, hársnyrtum yrði bannað að vinna með hár karlmanna nema það væri undir einhverri staðlaðri sídd o.s.frv…
Hefur þú séð marga síðhærða sjálfstæðis(karl)menn?
já, grunaði að mér gæti hafa yfirsést eitthvað
Sæll Valgarður.
Alltaf gaman að lesa pistla þína, en ég hef í einhverju ógáti tvískráð mig á gestalistann. Strikaðu mig út sem thorkellhelga@simnet.is en haltu mér sem thorkellhelga@gmail.com.
Með bestu kveðjum, Þorkell
Þorkell Helgason
Netfang: thorkellhelga@gmail.com
Vefsíða: http://www.thorkellhelgason.is Fésbók: Þorkell Helgason
Símar: 893 0744 eða 499 3349 og +49 163 170 2113
Heimilisfang: Strönd, 225 Garðabæ
Takk, gaman að heyra það – en ég held að þessi gestalisti sé hjá WordPress… finn amk. ekki í fljótu bragði hvernig ég get tekið til í honum.
Hin kristnu gildi Sjallabjánanna er að græða á daginn og grilla á kvöldin.
That’s all!