Ánægjulegt að sjá góða byrjun Blika á Íslandsmóti karla, Pepsí-deildinni, í gær.
Það er auðvitað ekki hægt að lesa of mikið í einn leik, en liðið lítur óneitanlega vel út, vel skipulagt, flottur bolti, góð barátta og liðsandinn greinilega í lagi. Mótherjarnir í Þór hafa sennilega ekki séð gras síðan í fyrra, hvað þá að hafa getað æft á grasi og eiga örugglega eftir að slípast til.. og væntanlega verða erfiðari leikir þegar líður á sumarið.
Ef eitthvað er fundust mér of margar ónákvæmar sendingar þegar nálgaðist mark andstæðinganna, nokkrum sinnum hefðu menn mátt vera betur vakandi fyrir skemmtilegum hlaupum Nichlas Rohde – og svo var auðvitað óþarfi að sofna og fá á sig mark á síðustu sekúndu.