Það hefur stöðugt hljómað frá kirkjunni síðustu mánuði – og reyndar ár – að laun starfsmanna kirkjunnar séu „afgjald“ vegna þeirra jarða sem kirkjan hafi afhent ríkinu 1907. Um þetta hafi verið gerður samningur 1997.
Það hefur lengi vafist fyrir okkur sem stöndum utan þjóðkirkju að skilja hvernig arður af jörðum átti að standa straum af kostnaði við laun (og annan rekstur) presta um ókomna framtíð. Því það gat jú enginn vitað hvernig annar hluti þessarar jöfnu myndi standa, þeas. fjöldi og launakjör presta.
Hitt er að við höfum oft spurt hvaða jarðir þetta séu, hversu mikils virði þær séu og hvaða tekjur ríkið hafi af þeim. Það hefur verið lítið um svör. Tveir prestar reiknuðu verðmæti þeirra upp í 17.000 milljarða, eða um þrjátíu falt verðmæti allra fasteigna á landinu. Þeir gátu ekki tilgreint hvaða jarðir þetta eru. Þeir gátu heldur ekki sagt hvaða tekjur ríkið hefur af þeim (augljóslega).
Nú datt Svavari nokkrum Kjarval í hug að spyrja ríkið hvaða jarðir væru í þessum samningi. Svarið kom og var eiginlega stórkostlegt og má finna hér hér.
Þarna kemur í ljós að þegar ríkið gerði samninginn 1997 vissi enginn hvaða jarðir þetta voru. Það bætir svo ekki úr skák að kirkjan virðist hafa haldið öllum jörðum sem voru bitastæðar og sem hægt var að hafa einhverjar tekjur af.
Ég veit eiginlega gekki hvort er fyndnara, hlægilegra eða grátbroslegra.
Talsmenn kirkjunnar sem stöðugt vísa til að ríkið hafi svo miklar tekjur af jörðum sem þeir vita ekki hverjar eru.
Eða samningamenn ríkisins 1997 að gera samning um jarðir upp á fleiri þúsundir milljarða án þess að hafa hugmyndum hvaða jarðir þetta voru.
Ég rifjaði upp í færslu umræður á Alþingi um málið, 1997. Það var ansi fróðlegt. M.a. mátti sjá að nokkrir þingmenn lögðu fram breytingatillögu um að hafa þennan jarða-launasamning tímabundinn til 15 ára, og nýta tímann til að verðmeta jarðirnar. Sú breytingatillaga var auðvitað felld. Menn VILDU hafa þetta svona, hulið reyk.
Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir í þingræðu:
Sjá hér: http://blogg.smugan.is/einarkarl/2011/07/16/thjodkirkjan-var-rikisvaedd-a-20-old/
Takk, já, mig minnti að hafa heyrt einhverjar athugasemdir, verst að Jóhanna hefur ekki lagt í að taka þetta upp aftur…
En ég held að greiðslurnar séu miklu hærri á hverju ári, mig minnir að ég hafi heyrt 1,6 milljarða. Einhverjir prestar fullyrtu að þetta væri um hálft prósent af verðmæti jarðanna. Sem þeir gátu þó aldrei bent á… Halldór Gunnarsson sóknarprestur í Holti, Rangárvallaprófastsdæmi, sagði að greiðslurnar væru 0,1% af verðmæti jarðanna á ári. Og bætti við „vægt reiknað“!
Veist nokkuð hvaðan þessi tala 400 kemur?
Nú duttu út tilvitnanamerki hjá mér, báðar neðri málsgreinarnar eru úr ræðu Jóhönnu svo 500 milljarða talan er frá henni komin. En þetta eru tölur frá 1997, og laun hafa hækkað umtalsvert síðan.
500 milljóna talan (ekki milljarða)