Fleiri kaldar kveðjur frá kirkjunni

Posted: janúar 6, 2013 in Umræða

Ég get ekki orða bundist eftir að heyra fleiri kaldar kveðjur frá kirkjunnar mönnum..

Einn ötulasti talsmaður kirkjunnar heldur áfram hreinu og kláru skítkasti – eða hvað á að kalla þetta annað?

Viðkomandi hefur farið mikinn síðustu vikur, aðallega með rangfærslur um fjárhag kirkjunnar.

Þessum rangfærslum hans hefur víða verið svarað málefnalega. Þau svör snúa eingöngu að þessum fullyrðingum um fjárhag þessarar ríkisstofnunar, sem þjóðkirkjan er. Ekki er verið að ræða trúmál og ekki er verið að gera lítið úr trú meðlima þessa safnaðar, hvað þá annarra safnaða – umræðan snýst um fjármál, umræða sem viðkomandi hóf sjálfur.

Viðbrögðin eru að kalla þá sem voga sér að svara sjúkar, beyglaðar og dældaðar sálir – og málefnalega gagnrýni kallar hann hatur og óþverra. Fyrir utan það að rugla gagnrýni á fjármál kirkjunnar saman við gagnrýni á kristna trú.

Ég veit að maðurinn hefur vondan málstað, en fyrr má nú rota en dauðrota í skítkastinu.

Athugasemdir
  1. Þórður Ingvarsson skrifar:

    Þetta er væntanlega öfgamaðurinn Örn Bárður Jónsson. Og hann er óttalaus andspænis illsku og hatri. http://ornbardur.annall.is/2013-01-06/ottalaus-andspaenis-illsku-og-hatri/

  2. Það skyldi þó ekki vera, og ég gleymdi alveg að nefna hæverskuna…

  3. Skeggi Skaftason skrifar:

    Það er svo þægilegt þegar menn skrifa bloggpistla og fá bæði málefnalegar athugasemdir og reiðilegar glefsur og fúkyrði, að þá geta þeir litið fram hjá málefnalegu athugasemdunum en heykslast þeim mun meira á hinu…

    • Það má auðvitað vera að einhverjir hafa misst sig, en ég held að þessi umræða hafi að lang mestu leyti verið málefnaleg og það hafi einkennt hana.. kannski ætti maður að biðja um dæmi…

  4. Teitur Atlason skrifar:

    Hvar eru þessar köldu kveðjur?

  5. Teitur Atlason skrifar:

    Ég sé ekkert. Getur verið að mig vanti plugin eða eitthvað. Þetta sé ég. http://i.imgur.com/RVMbm.jpg

    • Td. „Mér ofbýður atgangurinn að kirkjunni núna í bloggheimum ég er að blanda mér stundum í umræðuna þar og það er skelfilegt að finna hatrið og óþverrann sem kemur upp úr fólki. Það er því miður allt of mörgu fólki sem líður illa, því að svona tal það segir manni að það er sjúk sál að baki það eru beyglaðar og dældaðar sálir. Það er
      fólk sem hefur orðið fyrir einhverjum vonbrigðum og það tekur út reiði sína á kirkjunni og krisntninni og finnur henni allt til foráttu.“