Samningatækni – níutíu og sjö

Posted: janúar 18, 2013 in Umræða
Efnisorð:,

Svo virðist sem samningar ríkisins árið 1997 hafi gengið einhvern veginn svona fyrir sig:

„Þið viljið sem sagt að við tökum við jörðum sem þið eigið og greiðum ykkur laun um ókomna framtíð í staðinn?“ – Já

„Eru þetta allar jarðir sem þið eigið?“ – Nei, við ætlum að halda eftir þeim sem gefa einhverjar alvöru tekjur

„Vitið þið hvaða tekjur má hafa af þessum jörðum sem við eigum að taka við?“ – Nei

„Vitið þið hversu verðmætar þessar jarðir eru?“ – Nei

„Vitið þið hvaða jarðir þetta eru?“ – Nei

„Vitið þið hversu mörg þið verðið í framtíðinni?“ – Nei

„Vitið þið hvaða laun þið hafið í framtíðinni?“ – Nei

„Þið viljið sem sagt að við greiðum óskilgreindum fjölda ykkur óskilgreind laun til eilífðar gegn því að fá jarðir sem enginn veit hverjar eru eða hversu mikils virði eru?“ – Já

„Gott og vel, hvar skrifa ég undir?“

Lokað er á athugasemdir.