Bann við bulli á netinu

Posted: janúar 23, 2013 in Umræða
Efnisorð:, ,

Væri það ekki nær að banna bull, kjaftæði og þvælu á netinu en að banna klám?

Það er álíka gáfulegt, álíka auðvelt að fylgja eftir, nokkurn veginn jafn auðvelt að skilgreina og nákvæmlega sama forsjárhyggja.

Og það sem meira er, þetta myndi örugglega gera meira gagn.

Athugasemdir
    • (lenti í spam-síu hjá mér).. Sedaris er skemmtilegur rithöfundur, eða var, en nú átta ég mig ekki á því hversu mikil alvara er á bak við þetta.

      Það hefur jú verið sýnt klárlega fram á hversu erfitt er að stöðva flæði „kláms“, það þarf ekki annað en grundvallarþekkingu á eðli og uppbyggingu internetsins.

      Hitt er verra að það virðist enginn geta skilgreint er klám og hvað ekki, frekar en bull. Og það er auðvitað ekki hægt að banna það sem ekki er hægt að skilgreina.