Að velja vonda talsmenn

Posted: janúar 26, 2013 in Umræða

fyrir góðan málsstað er því miður allt of algengt.

Ég veit að ég á ekki að láta þetta trufla mig – og reyni oftar en ekki að horfa fram hjá þessu.

En stundum er gengið of langt og ég get einfaldlega ekki sett nafn mitt við að styðja atburði sem eru notaðir að því er virðist í persónulegu framapoti einstaklinga sem ég ber enga virðingu fyrir.

Athugasemdir
  1. Einar Steingrimsson skrifar:

    Fáum við að heyra um hvaða atburði er að ræða?

    • Bara hugsað sem almennar vangaveltur..

      Ég stend mig oftar en ekki að því að vera sammála fólki í einstaka málum, fólki sem ég myndi ekki „treysta fyrir horn“ og hefur komið fram með rökvillur og skítkast.

      Og á hinn bóginn oft ósammála fólki sem mér finnst heiðarlegt og málefnalegt.

      Og legg áherslu á „oft“.