Prestur með golfdellu

Posted: desember 20, 2012 in Trú, Umræða
Efnisorð:, , ,

Einn prestur ríkiskirkjunnar ber rekstur kirkjunnar nánast daglega saman við rekstur golfklúbbs, amk. þessa dagana.

Skoðum þetta aðeins betur.

Þeir einir eru meðlimir í goflklúbbi sem það vilja. Þeir einir greiða félagsgjöld til golfklúbbsins sem eru meðlimir. Golfklúbburinn ákveður sjálfur félagsgjöldin. Golfklúbburinn innheimtir sjálfur félagsgjöldin.  Skattfé almennings er ekki notað til að greiða laun starfsmanna golfklúbbsins. Og byrjunarlaun starfsmanna golfklúbbsins eru ekki margföld byrjunarlaun sambærilegra starfa.

Þessi samanburður prests er sem sagt tóm della. Það má segja að prestur sé með golf-dellu.

Eigum við svo nokkuð að fara út í hvað það er miklu skemmtilegra að spila golf og hversu miklu betra það er fyrir heilsuna?

Athugasemdir
  1. Matti skrifar:

    Förum lengra með þetta. Ímyndum okkur að einu sinnu, fyrir langa langa löngu, hafi öllum landsmönnum verið skylt að vera í þessum golfklúbbi. Ímyndum okkur að golfklúbburinn hafi í raun verið alveg gríðarlega öflug stofnum og sankað að sér gríðarlega miklum eignum áður en frelsi manna til að velja sér íþrótt (eða enga íþrótt) var sett í stjórnarskrá 1874 (spáum ekkert í stundum þykir vafasamt hvernig golfklúbburinn eignaðist jarðir). Gefum okkur líka að einu sinni hafi reyndar verið badmintonfélag sem öllu réð hér á landi og átti allar þessar eignir en svo hafi orðið valdaskipti sem náðu hátindi með því að forsvarsmenn golfklúbbsins hjuggu höfuðið af formanni badmíntonklúbbsins.

    Væri einhver í alvöru að samþykkja að golfklúbburinn ætti að vera á ríkisspenanum á 21 öldinni í krafti (glæstrar) fortíðar sinnar?

  2. Ég les fyrirsögnina alltaf fyrst: „Godfella prestsins“