Posts Tagged ‘prestur’

Prestur með golfdellu

Posted: desember 20, 2012 in Trú, Umræða
Efnisorð:, , ,

Einn prestur ríkiskirkjunnar ber rekstur kirkjunnar nánast daglega saman við rekstur golfklúbbs, amk. þessa dagana.

Skoðum þetta aðeins betur.

Þeir einir eru meðlimir í goflklúbbi sem það vilja. Þeir einir greiða félagsgjöld til golfklúbbsins sem eru meðlimir. Golfklúbburinn ákveður sjálfur félagsgjöldin. Golfklúbburinn innheimtir sjálfur félagsgjöldin.  Skattfé almennings er ekki notað til að greiða laun starfsmanna golfklúbbsins. Og byrjunarlaun starfsmanna golfklúbbsins eru ekki margföld byrjunarlaun sambærilegra starfa.

Þessi samanburður prests er sem sagt tóm della. Það má segja að prestur sé með golf-dellu.

Eigum við svo nokkuð að fara út í hvað það er miklu skemmtilegra að spila golf og hversu miklu betra það er fyrir heilsuna?