Það er bara svo gaman…

Posted: desember 21, 2012 in Trú, Umræða

þegar [setjið inn neikvætt hugtak um gáfnafar fólks að eigin vali – ég er of kurteis til að segja beint út það sem ég er að hugsa] hefur rangt fyrir sér.

Þegar fólk þykist hafa höndlað sannleikann með því að túlka, toga og teygja, misskilja og snúa á hvolf brot úr fornum ritum (eða nýjum, nóg er af kjaftæði á vefnu) – grípa til handargangs hálfkveðnar vísur, tætingslegar upplýsingar og takmarkaðar staðreyndir. Allt notað til að höndla stóra sannleikann.

Þetta gildir um alls kyns hindurvitni sem byggð eru á því sem skrifað var af ýmist fáfræði fyrir alda og árþúsunda eða einfaldlega ekki ætlað að ná lengra en það raunverulega nær.

Og eins og það sé ekki nógu slæmt heldur fylgir þessum „stórasannleiksupplifunum“ knýjandi þörf til að valta yfir allt og alla og sannfæra bæði sína nánustu og helst alla heimsbyggðina um sannleikann.

Hjákátlegum tilraunum þessara kenningasmiða má líkja við að ætla sér að byggja heimsmynd út frá þremur veðruðum og skemmdum púslbitum af þúsund. Ímyndunaraflið fyllir svo út í myndina.

Já, ég veit að ég er að bera í bakkafullan lækinn („like-inn“) af bloggum, Facebook athugasemdum og kaffistofuspjalli.

Þetta er bara svo gaman.

Lokað er á athugasemdir.