Ójafn leikur í þjóðaratkvæðagreiðslu

Posted: september 3, 2012 in Umræða
Efnisorð:, ,

Það er vægt til orða tekið að það er ójafn leikurinn þegar kemur að  þjóðkirkjuákvæðinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá.

Við erum með ríkisstofnun á fjárlögum með fjölda mannns í vinnu á skrifstofu – þar með talið fólk sem vinnur almannatengsla – mig minnir að um 36 manns starfi á skrifstofu ríkiskirkjunnar.

Við erum sem sagt með starfsfólk í fullu starfi við að halda úti áróðri fyrir að fá áfram hluti í stjórnarskránni. Að vissu leyti skil ég starfsfólk þar á bæ, það hlýtur að  vera erfitt að sitja þegjandi hjá þegar verið er að fjalla um grunn stofnunarinnar.

En það þýðir ekki að þetta sé í lagi. Það hlýtur að vera eðlileg og sjálfsögð krafa að kirkjan setji ekki krónu í þetta verkefni, beint eða óbeint, og að starfsmenn hennar sinni ekki áróðursstarfi vegna þessa.

Hin leiðin væri að kirkjan geri grein fyrir hverri krónu sem fer í þetta verkefni og þeir sem vilja ákvæði um þjóðkirkju út fái sömu upphæð til ráðstöfunar.

Athugasemdir
  1. Fá að vera áfram á fjárlögum? Er verið að takast á um það?

    • Nei, það er rétt, þetta er ekki nógu nákvæmt hjá mér. Auðvitað má hugsa sér að fjárhagslegt skipuleg sé óbreytt þó ákvæðið hverfi úr þjóðskrá og á hinn bóginn að þó ákvæðið standi megi breyta rekstrarfyrirkomulaginu. Þannig að ég breytti aðeins textanum.

      En ég upplifi viðbrögð kirkjunnar þannig að hún líti svo á að þetta sé fyrsta skrefið í áttina að því að hún verði fjárhagslega sjálfstæð.

      En eftir stendur að þetta er ójafn leikur í kynningunni.

  2. Þó þjóðkirkja yrði lögð af þá yrði lítill ef nokkur sparnaður hjá ríkissjóði, einungis tilfærsla fjárframlaga. Mikið félagslegt starf er unnið innan kirkjunnar.

    • Ég veit ekki á hverju þú byggir þetta. Það fara stórar upphæðir úr ríkissjóði til kirkjunnar á hverju ári og það er tekið af skattpeningum okkar allra. Ég hef ekkert á móti því að þeir sem það vilja stundi félagsstarf innan kirkjunnar, en ég geri þá augljósu og sjálfsögðu kröfu um að þeir greiði sjálfir fyrir.

  3. Ertu svona kyrfilega lokaður inni í trúleysisturninum þínum að þú sérð ekki fjölbreytt starf kirkjunnar í samfélaginu? Þú ættir að kynna þér þessi mál aðeins betur. Fáðu upplýsingar frá fyrstu hendi.

    • Thork skrifar:

      Fábreytni eða fjölbreytni þess sem kirkjan fæst við skiptir augljóslega ekki máli í þessu samhengi.

      Sterkari rök væru að segja að starfið sé gagnlegt, sem er vafalaust rétt að einhverju marki.

      En þótt eitthvað af ríkisstyrknum fari ekki beina leið útum gluggann, hvað gagnsemi varðar, heldur fari til gagnlegrar samfélagsþjónustu, þá er það samt sem áður ósanngjörn ráðstöfun að fá lokaðan félagskab, félag sem ekki allir geta gengið í á jafnréttisgrundvelli, til þess að sinna þessarri þjónustu.

      Það er ósanngjarnt bæði frá sjónarhóli þeirra sem vildu gjarnan vinna þetta starf en fá ekki vegna trúarskoðanna sinna (eða skorts þará), og þeirra sem móttaka þjónustuna en eru á skeptiskir gagnvart þessu tiltekna trúfélagi og veigra sér við að leita til þess til dæmis vegna boðunaráráttu þess.

      Ef samfélagið vill styrkja athafnir í kringum lífviðburði, „sálusorgun“ osfrv, þá er sanngjarnt að það sé gert á jafnréttisgrundvelli án hygla sérstöku trúfélagi eða trúfélögum yfirleitt framyfir önnur félög.

  4. Ég veit að eitt og annað er gert í kirkjunni og í nafni hennar. Ég get alveg viðurkennt að mér þykir kirkjunnar menn oft hreykja sér fullmikið af þessu og mála uppblásna mynd.

    Það breytir því ekki að það kemur þessari umræðu einfaldlega ekkert við.

    Ég vil ekki borga fyrir það hversu fjölbreytt eða merkilegt sem þér kann að þykja það…

  5. Ég deili ekki á þig fyrir það að þú viljir ekki borga, er bara að segja að margt af því sem kirkjunnar þjónar gera, mun lenda á einhverjum öðrum sem fær borgað fyrir ómakið.

    • Það er í góðu lagi mín vegna, svo framarlega sem það fer ekki í gegn um skattkerfið. En það „gleymist“ gjarnan í þessari urmæðu að prestar rukkar hraustlega fyrir öll viðvik, sem bætist ofan á þokkaleg grunnlaun.