Ég ímynda mér að flestir skilji spurninguna um þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá þannig að þeir sem styðja núverandi „fyrirkomulag“ um þjóðkirkju í stjórnarskrá eigi að segja „já“.
Það segir kannski sitt um hversu hroðvirknislega þessi kjörseðill er unnin að það má hæglega túlka svarið „já“ þannig að viðkomandi vilji hafa ákvæði í stjórnarskrá sem taki af allan vafa að ekki megi vera þjóðkirkja eða ríkisrekin kirkja á Íslandi.
Ég skal játa að fyrst fannst mér þetta sjónarmið hálfgerður útúrsnúningur.
En við nánari umhugsun, og smá rökræður, þá er sennilega góð hugmynd að festa í stjórnarskrá að eitt trúfélag megi ekki njóta þeirra forréttinda að vera ríkisrekið.
Svo ég hampi sjálfum mér þá verður grein eftir mig um miðja næstu viku í Fbl. einmitt um þessa spurningu.