Posts Tagged ‘reglur’

Alþjóðasambandið FIFA er stöðugt að reyna að bæta reglur fótboltans og gengur bara nokkuð vel. Ég er ekki viss um að starfsmenn þar lesi færslurnar mínar reglulega en kannski skilar þetta sér á endanum.

Ég er nefnilega viss um að það má bæta leikinn enn frekar með eftirfarandi breytingum:

  1. Leikmaður sem þarfnast aðhlynningar vegna “krampa” þarf að yfirgefa völlinn í 10 mínútur.
  2. Eftir að mark er skorað láta leikmenn beggja liða boltann vera og dómarinn fer með hann að miðju.
  3. Ef markvörður leggst eftir að hafa náð fullu valdi á boltanum þá kostar það áminningu.

Þetta snýr allt að því að takmarka möguleika liða til að tefja og hægja á leiknum. Það er aðeins ínlegt að sjá vel þjálfaða leikmenn, sem klára heilu leikina á vandræða allt í einu lyppast niður hver á fætur öðrum og þurfa aðhlynningu “tímunum saman”.

Rökleysan um reglur og undantekningar

Posted: júní 10, 2013 in Umræða
Efnisorð:,

Ég heyri alltaf nokkrum sinnum heyrt þennan gamla frasa að eitthvað sé undantekningin sem sanni regluna.

Þetta stenst auðvitað ekki skoðun. Undantekningar frá reglum – væntanlega er átt við að einhver regla sé á að eitthvað gerist – sannar engan veginn viðkomandi reglu. Þvert á móti grafa allar undantekningar undan því að um reglu sé að ræða. Því fleiri sem undantekningarnar eru þeim mun ólíklegra er nefnilega að um einhverja reglu sé að ræða.

Enda hvað með tvær undantekningar? Sanna þær „regluna“ enn frekar? Eða þrjár? Hvenær eru undantekningarnar orðnar nægilega margar til að sýna fram á að ekki sé um reglu að ræða?

Nú er það auðvitað ekki þannig að ein undantekning afsanni alltaf eitthvert mynstur eða líkur á að eitthvað gerist. En undantekning sannar aldrei eða sýnir fram á einhverja reglu. Þvert á móti er rétt að skoða allar undantekningar sem vísbendingu um að ekki séu um að ræða reglubundið fyrirbæri.