Posts Tagged ‘Margrét Tryggvadóttir’

Viðbrögðin við breytingatillögu Margrétar Tryggvadóttur vegna stjórnarskrárinnar hafa gefið tilefni til orðskýringa í næstu útgáfu orðabókarinnar.

„Atkvæði verða greidd um stjórnarskrána í heild sinni – Vigdís Hauksdóttir orðlaus“ – þetta er ágætis skýring á oraðtiltækinu að slá tvær flugur í einu höggi.

„Mér finnst að þessu grunnplaggi íslenskrar löggjafar sé ekki mikil virðing sýnd með slíkri afgreiðslu“ sagði svo Magnús Orri Schram um sömu tillögu. Þetta er að sjálfsögðu rétt, en vandamálið er ekki tillaga Margrétar heldur vilja- og/eða getuleysi þingsins til að klára málið á fjórum árum. Hvaða orð skyldi þessi skýring eiga best við?

Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarskránni sé ekki mikil virðing sýnd með því að afgreiða stjórnarskrármálið með tillögu Margrétar Tryggvadóttur.

Þetta er auðvitað hárrétt.

En þetta er líka fullkominn misskilningur.

Vandamálið er ekki tillaga Margrétar. Vandamálið er tilraunir til að þæfa málið og drepa á dreif í stað þess að einfaldlega klára í framhaldi af skýrum vilja þjóðarinnar.